Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:48 Að sögn íbúa rýkur lyktinupp úr haugum á vinnusvæði kirkjugarðanna. aðsend „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu.
Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira