Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá fjöllum við um stöðu mála á Gasaströndinni en þar hefur ungbarn greinst með mænusótt í fyrsta sinn í 25 ár. Alþjóðastofnanir stefna á bólusetningarátak og biðla til stríðandi fylkinga að leggja niður vopn.
Þá skoðum við bílastæði fyrir rafmagnsbíla en eigendur þeirra hafa ítrekað gerst uppvísir að því að leggja í sérstök hleðslustæði, þar sem ekki þarf að greiða bílastæðagjöld, án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa.
Og við kíkjum í heimsókn til samfélagsmiðlastjörnunnar Magga Mix, sem hefur á fjórum mánuðum gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar.