Innlent

Kýtingur á stjórnarheimilinu og of­gnótt af hraðtískufötum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór á fund forsætisráðherra Ísrael til að reyna að liðka um fyrir viðræðum um vopnahlé. Bjartsýni hefur verið um að það styttist í land en fulltrúar Hamas segja það vera tálsýn.

Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma, oft ónotuð. Við kíkjum í Rauða krossinn. 

Og við heimsækjum fjórar stúlkur sem hafa um helgina staðið í ströngu í verslunarrekstri í Vesturbænum. Hagnaðurinn fer til barna á stríðshrjáðu svæði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×