Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2024 20:04 Úllen, Dúllen og Doff eru nöfnin á kvígunum en hér eru þær ásamt fréttamanni, sem gaf þeim mjólk úr pela. Aðsend Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel. Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel.
Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira