Kæra KR tekin fyrir á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 13:58 KR-ingar æfðu í Kórnum eftir að leik liðsins við HK var aflýst. Stjórnarmenn félagsins kærðu niðurstöðu stjórnar KSÍ í þessu fordæmisgefandi máli. Vísir/VPE Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld. Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Aga- og úrskurðarnefnd mun taka málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á morgun, þriðjudag. Niðurstöðu er því að vænta seinni partinn á morgun. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild Vísis. Þjálfari HK ekki viljað pæla í þessu Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður út í möguleikann á því að HK verði dæmdur ósigur af aga- og úrskurðarnefnd eftir leik HK við Fylki í gær. Ómar Ingi Guðmundsson undirbýr sína menn fyrir leik á fimmtudag.vísir/Diego Hann kveðst ekki hafa velt málinu fyrir sér og HK-ingar búi sig undir leik á fimmtudag. „Ég bara hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í það að velta því fyrir mér. Við undirbúum okkur bara fyrir það að það sé leikur á fimmtudaginn. Hvað verður er ekki í okkar höndum. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ „Við getum allavega ekki beðið með það að undirbúa okkur, það er alveg á hreinu, við sáum það mjög augljóslega hér í kvöld. Við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir það að mæta KR,“ sagði Ómar Ingi eftir 2-0 tap HK fyrir Fylki í Kórnum í gærkvöld. HK KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Aga- og úrskurðarnefnd mun taka málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á morgun, þriðjudag. Niðurstöðu er því að vænta seinni partinn á morgun. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild Vísis. Þjálfari HK ekki viljað pæla í þessu Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður út í möguleikann á því að HK verði dæmdur ósigur af aga- og úrskurðarnefnd eftir leik HK við Fylki í gær. Ómar Ingi Guðmundsson undirbýr sína menn fyrir leik á fimmtudag.vísir/Diego Hann kveðst ekki hafa velt málinu fyrir sér og HK-ingar búi sig undir leik á fimmtudag. „Ég bara hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í það að velta því fyrir mér. Við undirbúum okkur bara fyrir það að það sé leikur á fimmtudaginn. Hvað verður er ekki í okkar höndum. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ „Við getum allavega ekki beðið með það að undirbúa okkur, það er alveg á hreinu, við sáum það mjög augljóslega hér í kvöld. Við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir það að mæta KR,“ sagði Ómar Ingi eftir 2-0 tap HK fyrir Fylki í Kórnum í gærkvöld.
HK KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34