Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 15:38 Repúblikanar hafa aldrei lagt fram sannanir fyrir því að Joe Biden hafi hagnast persónulega á stöðu sinni sem opinber embættismaður. Engar sannanir eru lagðar fram um það í nýrri skýrslu repúblikana. AP/José Luis Magana Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot. Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03