Sport

Dag­skráin í dag: Besta kvenna, Hákon Arnar og fé­lagar á­samt Bestu mörkunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur mætir Fylki í dag.
Valur mætir Fylki í dag. Vísir/Anton Brink

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum þægilega þriðjudegi. Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti Breiðabliki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 20.00 eru Bestu mörkin á dagskrá þar sem farið verður yfir síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Noregi þar sem Bodö/Glimt tekur á móti Rauðu stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta Fylki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Vodafone Sport

Klukkan 16.25 er komið að þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þar sem FSV Gütersloh tekur á móti Union Berlín.

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Frakklandi þar sem Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille taka á móti Slavia Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 23.00 mætast New York Yankees og Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×