Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:42 Sigríður hefur óskað eftir því að Helgi mæti ekki til starfa meðan mál hans er til meðferðar hjá ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm/Arnar Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57
Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25