„Við vorum tilbúnir að þjást“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:38 Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum. Vísir/Anton Brink Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. „Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
„Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki