Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:47 Löreglumenn fylgjast með minningarstund um Mateo, ellefu ára gamlan dreng sem var stunginn til bana í bænum Mocejón á Spáni um helgina. Vísir/Getty Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða. Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða.
Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34