Emelía leikur með Køge í Danmörku en félagið greindi frá meiðslum hennar á heimasíðu sinni. Emelía þarf að gangast undir aðgerð og að henni lokinni tekur við endurhæfing.
Hin átján ára Emelía lék sjö leiki með Køge í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Hún kom til liðsins frá Kristianstad.
Síðasta sumar lék Emelía ellefu leiki með Selfossi í deild og bikar og skoraði tvö mörk.
Hún hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað þrettán mörk.