Græddi meira en milljarð á því að skemmta sér á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:02 Bandarísku fjölmiðlarnir misstu ekki af því sem Snoop Dogg tók sér fyrir hendur í París. Getty/Alex Gottschalk Rapparinn Snoop Dogg var hrókur alls fagnaðar á Ólympíuleikunum í París en kappinn var ekki mættur þangað bara fyrir heiðurinn eða áhuga sinn á Ólympíuleikunum. Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a> Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a>
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira