Alvarleg vanskil aukist töluvert Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 18:53 Brynja segir þróunina vera merki um mögulega vanda í framtíðinni. Vísir/Samsett Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira