Lýstu sálarkvöl og gráti finnska íþróttafólksins í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 12:32 Stangarstökkvarinn Wilma Murto náði ekki sínum markmiðum á leikunum. Hún var ekki sú eina í þeirri stöðu í finnska Ólympíuhópnum. Getty/Lintao Zhang Finnar fóru heim af Ólympíuleikunum í París án þess að vinna til verðlauna og þessi slaki árangur hefur kallað á hörð viðbrögð heima fyrir. Íþróttamennirnir sjálfir hafa nú skrifað nafnlaust bréf til að útskýra betur hvað var í raun vandamálið. Bréfið birtist í stórblaðinu Helsingin Sanomat. „Það er enginn vafi á því að finnskir íþróttamenn stóðu sig ekki vel á Ólympíuleikunum í París. Við sáum nánast engan þeirra bæta sig og margir stóðu sig mun verr en þeir eru vanir. Það vantaði vissulega betra andrúmsloft í allt finnska Ólympíuhópinn,“ segir í bréfinu. Í fyrsta sinn án verðlauna 56 íþróttamenn kepptu fyrir hönd Finnlands á Ólympíuleikunum í ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem enginn Finni vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum. Finnski spjótkastarinn Oliver Helander náði ekki að standast væntingar eins og fleiri landar hans.Getty/Christian Petersen „Fyrir okkur sem voru í finnska Ólympíuliðinu og kepptum fyrir hönd þjóðar okkar í París þá kom þessi slaka frammistaða þó engum á óvart. Það sem hefur vantað í alla umfjöllun eftir leikana er sjónarhorn íþróttamannanna sjálfra,“ segir í bréfinu. Fjórir íþróttamenn standa að bréfinu en það er ekki gefið upp hverjir þeir eru. Íþróttafólkinu leið illa Fólkið sem var að vonast eftir verðlaunum náði ekki að standast þær væntingar var meðal annars skotmaðurinn Eetu Kallioinen (tólfta sæti), stangarstökkvarinn Wilma Murto (sjötta sæti) og spjótkastarinn Oliver Helander (tíunda sæti). Þau fóru öll tómhent heim. Íþróttafólkið sem skrifar bréfið segir illa staðið af öllu varðandi afreksfólk í Finnlandi og að íþróttafólkið hafi komist til Parísar án hjálpar frá finnska Ólympíusambandinu. Þeir nefna sérstaklega hversu illa var haldið utan um íþróttamennina í Ólympíuþorpinu og í kringum keppnir þeirra. Stjórnmálamennirnir mikilvægari „Fullt af íþróttamönnum leið illa vegna skorts á ástríðu og algjöru afskiptaleysi gagnvart afreksíþróttum og afreksíþróttafólki. Sumir voru svo einmana að þeir grétu af sálarkvöl í Ólympíuþorpinu,“ segir í þessu dramatíska bréfi. Finnski grindahlauparinn Reetta Hurske var mjög svekkt eftir 100 metra grindahlaupið sitt.Getty/ Sam Barnes Þeir halda því fram að það hafi skipt stjórnendur finnska hópsins meira að máli að taka á móti stjórnmálamönnum og styrktaraðilum heldur en að passa upp á íþróttafólkið. Gamlir úreltir starfshættir Meðal vandamála sem er nefnd í bréfinu er sú staðreynd að efnilegasta íþróttafólkið fær ekki nægan stuðning og hættir af þeim sökum allt of snemma. „Stærsta vandamálið í finnskum afreksíþróttum er að það er haldið áfram að vinna með gömlu úreltu starfshættina. Allir Finnar sem hafa náð árangri undanfarin ár hafa náð þessum árangri þrátt fyrir kerfið en ekki vegna þess,“ segir í bréfinu. Þegar við skoðum árangur nágranna þeirra frá Norðurlöndum þá fengu Svíar ellefu verðlaun, Danir unnu til níu verðlauna og Norðmenn fengu átta. Finnland og Ísland voru því einu Norðurlandaþjóðirnar án verðlauna á leikunum í ár.'' Ólympíuleikar 2024 í París Finnland Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira
Íþróttamennirnir sjálfir hafa nú skrifað nafnlaust bréf til að útskýra betur hvað var í raun vandamálið. Bréfið birtist í stórblaðinu Helsingin Sanomat. „Það er enginn vafi á því að finnskir íþróttamenn stóðu sig ekki vel á Ólympíuleikunum í París. Við sáum nánast engan þeirra bæta sig og margir stóðu sig mun verr en þeir eru vanir. Það vantaði vissulega betra andrúmsloft í allt finnska Ólympíuhópinn,“ segir í bréfinu. Í fyrsta sinn án verðlauna 56 íþróttamenn kepptu fyrir hönd Finnlands á Ólympíuleikunum í ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem enginn Finni vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum. Finnski spjótkastarinn Oliver Helander náði ekki að standast væntingar eins og fleiri landar hans.Getty/Christian Petersen „Fyrir okkur sem voru í finnska Ólympíuliðinu og kepptum fyrir hönd þjóðar okkar í París þá kom þessi slaka frammistaða þó engum á óvart. Það sem hefur vantað í alla umfjöllun eftir leikana er sjónarhorn íþróttamannanna sjálfra,“ segir í bréfinu. Fjórir íþróttamenn standa að bréfinu en það er ekki gefið upp hverjir þeir eru. Íþróttafólkinu leið illa Fólkið sem var að vonast eftir verðlaunum náði ekki að standast þær væntingar var meðal annars skotmaðurinn Eetu Kallioinen (tólfta sæti), stangarstökkvarinn Wilma Murto (sjötta sæti) og spjótkastarinn Oliver Helander (tíunda sæti). Þau fóru öll tómhent heim. Íþróttafólkið sem skrifar bréfið segir illa staðið af öllu varðandi afreksfólk í Finnlandi og að íþróttafólkið hafi komist til Parísar án hjálpar frá finnska Ólympíusambandinu. Þeir nefna sérstaklega hversu illa var haldið utan um íþróttamennina í Ólympíuþorpinu og í kringum keppnir þeirra. Stjórnmálamennirnir mikilvægari „Fullt af íþróttamönnum leið illa vegna skorts á ástríðu og algjöru afskiptaleysi gagnvart afreksíþróttum og afreksíþróttafólki. Sumir voru svo einmana að þeir grétu af sálarkvöl í Ólympíuþorpinu,“ segir í þessu dramatíska bréfi. Finnski grindahlauparinn Reetta Hurske var mjög svekkt eftir 100 metra grindahlaupið sitt.Getty/ Sam Barnes Þeir halda því fram að það hafi skipt stjórnendur finnska hópsins meira að máli að taka á móti stjórnmálamönnum og styrktaraðilum heldur en að passa upp á íþróttafólkið. Gamlir úreltir starfshættir Meðal vandamála sem er nefnd í bréfinu er sú staðreynd að efnilegasta íþróttafólkið fær ekki nægan stuðning og hættir af þeim sökum allt of snemma. „Stærsta vandamálið í finnskum afreksíþróttum er að það er haldið áfram að vinna með gömlu úreltu starfshættina. Allir Finnar sem hafa náð árangri undanfarin ár hafa náð þessum árangri þrátt fyrir kerfið en ekki vegna þess,“ segir í bréfinu. Þegar við skoðum árangur nágranna þeirra frá Norðurlöndum þá fengu Svíar ellefu verðlaun, Danir unnu til níu verðlauna og Norðmenn fengu átta. Finnland og Ísland voru því einu Norðurlandaþjóðirnar án verðlauna á leikunum í ár.''
Ólympíuleikar 2024 í París Finnland Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira