„Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2024 10:31 Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Diego Víkingar spila einn mikilvægasta leik í sögu félagsins í kvöld. Liðið er á leiðinni í einvígi sem gæti skilað félaginu mörg hundruð milljónum í kassann. Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira