Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 11:25 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02