Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 20:26 Glæsileg nýorðin hjón. Mynd/Rakel Rún Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“ Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“
Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira