Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 20:26 Glæsileg nýorðin hjón. Mynd/Rakel Rún Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“ Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í fyrra á afmælisdaginn hans Björgvins þegar Sandra gaf honum hring í afmælisgjöf. Þau gengu síðan í það heilaga þann 17. ágúst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og héldu stærðarinnar veislu. „Ég og Sandra vorum kærustupar, en ekki núna. Núna erum við hjón,“ sagði Björgvin þegar fréttastofa kíkti í heimsókn í dag. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um heimsóknina í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fallegasta brúðkaup sumarsins Þau búa bæði í Stuðlaskarði og þegar þau voru orðin staðráðin í að gifta sig var ekki aftur snúið. „Sandra, hún er mjög góð og hún er konan mín. Ég elska hana,“ segir Björgvin. Björgvin og Sandra skemmtu sér konunglega, líkt og aðrir gestir veislunnar.Aðsend En hvað er það besta við Björgvin? „Ég elska hann. Hann er krútt,“ segir Sandra. Foreldrarnir segja að gleði fylgi því alltaf að vera foreldri barns með Downs. Brúðkaupið var með þeim fyrstu milli tveggja einstaklinga með Downs hér á landi. Það var nóg af kræsingum í veislunni.Aðsend „Við áttum ekki von á þessu,“ segja Kolbrún Hauksdóttir og Valgeir Eyjólfsson, foreldrar Söndru. „Maður leiddi hugann ekkert að því þannig lagað en þetta er ekkert sem var í kortunum,“ segir Gunnar Rúnar Jónsson, faðir Björgvins. Prettyboichoco kom og skemmti fólkinu.Aðsend Flestir sem fóru í brúðkaupið eru sammála um það að þetta hafi verið skemmtilegasta veisla sem þau hafi farið í. „Þetta var svo rosalega einlæg athöfn og veislan var alveg í þeirra anda. Ofboðslega mikil gleði og mikil gleði hjá gestum líka,“ segir Elísabet Hansdóttir, móðir Björgvins. Björgvin og Sandra trúlofuðu sig í september á síðasta ári.Mynd/Rakel Rún „Þetta var það mikil gleði í hjartanu að ég táraðist margsinnis,“ segir Gunnar Rúnar. En það var húmoristinn Björgvin sem fékk að eiga lokaorðin. „Í Jesú nafni. Takk fyrir.“
Brúðkaup Downs-heilkenni Tímamót Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira