„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 20:31 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að fagna eftir leik kvöldsins þrátt fyrir að hans menn hafi klikkað á tveimur vítaspyrnum. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri. „Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
„Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti