„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2024 06:31 KR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók einn við stjórnartaumunum. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla KR HK Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Besta deild karla KR HK Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira