Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 09:22 Enn var unnið að rannsókn á vettvangi snemma í morgun. DPA/Thomas Banneyer Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við. Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við.
Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02