Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2024 20:06 Rósa Þorvaldsdóttir, sem hélt upp á 45 ára starfsafmæli fyrirtækis síns á Bíldafelli í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi en hún er einmitt frá bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár. Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira