Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Guðrún Arnardóttir er hér að fara að skora sigurmarkið gegn Häcken í gær. Urszula Striner Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17