KA efst allra í seinni umferð og hart barist fyrir skiptingu Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 11:31 KA-menn hafa ekki tapað leik í háa herrans tíð. vísir/Diego Það er forvitnilegt að sjá hve ólík stigasöfnun liðanna í Bestu deild karla hefur verið fyrri og seinni hluta hinnar hefðbundnu deildakeppni. KA-menn hafa rakað inn flestum stigum allra liða í seinni umferðinni, og botnlið Fylkis gert betur en KR, Vestri og HK. KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ Besta deild karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ
Besta deild karla KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira