Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:09 Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. „Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira