Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 11:59 Ástandið á hjúkrunarheimilum er ósjálfbært að sögn formanns Eflingar vegna mönnunarvanda. Álag og streita starfsfólk aukist sífellt sem aftur leiði til veikinda og kulnunar. vísir/vilhelm Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig. Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira