Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2024 14:24 Álver Alcoa í Reyðarfirði. Vísir/Arnar Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að krafist sé skaðabóta að fjárhæð 3.086.000.000 króna, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2024, þar sem vísað er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um meint samráð félaganna. Fram kemur í tilkynningunni að fjárkrafa Alcoa byggi á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihaldi svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. „Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, hafa yfirfarið umrætt minnisblað og unnið skýrslu um efni þess. Niðurstaða þeirra er afgerandi um að vankantar þess séu svo alvarlegir að minnisblaðið sé í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni. Fjallað var um skýrslu Hagrannsókna í síðustu uppgjörs kynningu Eimskips en hana má einnig finna hér. Það er mat félagsins að ekkert tilefni sé til málsóknar stefnanda, enda séu skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd. Félagið hefur falið lögmanni þess að taka til varna í málinu,“ segir í tilkynningunni. Gerðu sátt 2021 Líkt og áður hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi þá 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46
Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings af meintu samráði fyrirtækisins og Samskipa. 16. október 2014 18:22