Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 10:05 Ingunn var þungt haldin eftir árásina og þurfti að gangast undir nokkrar aðgerðir. Þá hefur hún glímt við andlegar afleiðingar. Ingunn Björnsdóttir Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira