Gæti orðið tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu: „Ekki spurning að ég er með það markmið í huga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:24 Blikakonur fagna einu af mörkum Samönthu. Vísir / Anton Brink „Ég elska að spila með þessum stelpum, við hjálpum hvor annarri og það fór aldeilis vel í dag,“ sagði Samantha Smith, sem gekk á dögunum til liðs við Breiðablik, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi þar sem hún skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira