Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2024 14:04 Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri klipptu á borðann og buðu börnin velkomin til starfa í þessu glæsilega húsi. Hér eru þau ásamt stjórnendum og starfsfólki Hjallastefnunnar og fulltrúum sveitarfélagsins Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum. Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira