„Hvöss sunnanátt á norðanverðu landinu og hviður víða um 30 m/s í vindstrengjum við fjöll, einkum á Snæfellsnesi nærri hádegi á morgun,“ segir enn fremur í tilkynningu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar.
Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Enn eru víða gular viðvaranir í gildi þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun.
„Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind,“ segir í veðurspá.