Uppgjörið og viðtöl: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin Árni Jóhannsson skrifar 1. september 2024 21:11 Stjarnan - HK Besta Deild Karla Sumar 2024 vísir/Diego HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. Fram voru fyrri til að ná tökum á leiknum og saga þeirra í honum varð ljós nokkuð snemma. Þeir komu sér í mjög ákjósanlegar stöður en klúðruð þeim og nýttu ekki þau fáu marktækifæri sem litu dagsins ljós. HK náði betri tökum á varnarleik sínum en það vantaði ákafa hjá liði sem var í dauðafæri á að lyfta sér upp úr fallsætunum með sigri í dag og í fyrri hálfleik skapaði HK sér ekki nokkurn skapaðan hlut fram á við. Fyrri háfleikur var tíðindalítill þangað til í uppbótartíma hans þegar Fram fékk víti. Skotið var fyrir utan teig og fór boltinn í höndina á Þorstein Aron Antonssyni og vítaspyrna dæmd. Þorsteinn sagði sjálfur að höndin hafði verið alveg upp við líkamann. Mörgum heimamanninum var því mjög létt þegar Christoffer Petersen markvörður HK gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna sem Fred tók. Staðan því markalaus í hálfleik. Liðin mættu í fínum gír út í seinni hálfleikinn en eftir u.þ.b. 10 mínútna leik þá datt ákefðin niður aftur og úr varð tíðindalítill seinni hálfleikur einnig. Þangað til á 85. mínútu. Þá náðu HK góðri fyrirgjöf inn í miðjan vítateig Fram og þar reis hæst áðurnefndur Þorsteinn Aron og sneiddi boltann snyrtilega í fjærhornið með höfðinu. Allt náttúrlega trylltist í stúkunni af gleði og Fram reyndi eins og þeir gátu að ná að jafna. Allt kom fyrir ekki og þær fínu stöður sem sköpuðust fóru út um þúfur fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum. Því fór leikurinn 1-0 fyrir HK sem lyfti sér upp í 10. sæti og Fram þarf að bíta í það súra epli að vera í neðri helming deildarinnar eftir skiptingu. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Christoffer Petersen varði í fyrri hálfleik var í raun og veru grunnurinn að því að HK náði að vinna í dag. Það er hugsanlegt að Fram hefði þétt raðir sínar enn meira í seinni hálfleik ef liðið hefði komist yfir og þá er ekki víst að HK hefði nokkuð náð að skora. Stjörnur og skúrkar Christoffer Petersen er að sjálfsögðu stjarna sem og Þorsteinn Aron sem skoraði sigurmarkið. Hann var nálægt því að vera skúrkurinn eftir að hafa fengið dæmt á sig víti en sneri taflinu við með markinu sínu og annars góðri frammistöðu í vörninni. Fred er fulltrúi Fram í skúrka horninu en allt liðið þarf að líta í eigin barm því þeir hefðu sannarlega getað náð í sigurinn í dag. Umgjörð og stemmning Kórinn var hlýr í dag og laus við vind og stemmningin fín en vel var mætt á leikinn og vel látið í sér heyra. Dómarinn Það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu Gunnars Freys Róbertssonar og teymisins í dag. Hann greinilega sá það manna best ef boltinn fór í hendina á Þorsteini og því vel hægt að gefa honum sjö í einkunn. Ómar: Stigin eru það sæt og mikilvæg að við verðum bara að spá í því í fyrramálið „Jú, það er alltaf sætt að vinna. Þetta var ógeðslega erfitt og þegar þetta er svona erfitt þá gerir það þetta sætarara“, sagði sigurreifur þjálfari HK Ómar Ingi Guðmundsson eftir leik í dag. Fyrir viðtal sagði hann að hann hefði þurft að fara inn í klefa fyrst því svona sigrar gerast ekki of oft hjá HK. Því var sýndur skilningu. Ómar talaði um það fyrir leik að hann þyrfti að sjá ákefð hjá sínum mönnum og var hann spurður að því hvort hann hafi fengið að sjá hana. „Hún var meiri í síðari hálfleik. Ég hefði viljað sjá meira. Akkúrat núna þá komu ekki nógu margir kaflar þar sem við létum okkur líða vel. Við hefðum getað gert betur í mörgum þáttum en á þessum tímapunkti þá eru þrjú stigin það sæt og mikilvæg að við verðum bara að spá í því í fyrramálið.“ HK fékk á sig vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Mögulega var það ekki réttur dómur en þá er gott að vera með góðan markvörð í rammanum. „Það er ekki séns fyrir mig að sjá hvort þetta hafi verið rétt. Heldur betur dýrmætt. Chris hefur verið mjög öflugur fyrir okkur frá því að hann kom, hann er mikill karakter og mikill leiðtogi og krefst mikils af samherjum sínum. Ég er mjög þakklátur honum fyrir að hafa stigið upp á þessu augnabliki. Hann og Sandor fóru yfir það rétt áður en þeir fóru inn í klefa vítaskyttur Fram þannig að við verðum að hrósa Sandor líka.“ Hvað gefur þetta HK? „Það er rosa erfitt að segja. Akkúrat núna gefur þetta okkur rosa mikla gleði og létti en þú veist það samt ekki fyrr en í næsta leik er komið og hvernig við tæklum við síðustu leiki tímabilsins. Vonandi gefur þetta mönnum meiri trú á verkefnið og haldi mönnum á tánum og ýti við því að menn vilji gera vel. Það er dálítið langt þangað til það kemur í ljós nú er hlé á deildinni. Mér finnst það koma best í ljós í næsta leik á eftir hvað þetta gefu mönnum.“ Besta deild karla HK Fram
HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. Fram voru fyrri til að ná tökum á leiknum og saga þeirra í honum varð ljós nokkuð snemma. Þeir komu sér í mjög ákjósanlegar stöður en klúðruð þeim og nýttu ekki þau fáu marktækifæri sem litu dagsins ljós. HK náði betri tökum á varnarleik sínum en það vantaði ákafa hjá liði sem var í dauðafæri á að lyfta sér upp úr fallsætunum með sigri í dag og í fyrri hálfleik skapaði HK sér ekki nokkurn skapaðan hlut fram á við. Fyrri háfleikur var tíðindalítill þangað til í uppbótartíma hans þegar Fram fékk víti. Skotið var fyrir utan teig og fór boltinn í höndina á Þorstein Aron Antonssyni og vítaspyrna dæmd. Þorsteinn sagði sjálfur að höndin hafði verið alveg upp við líkamann. Mörgum heimamanninum var því mjög létt þegar Christoffer Petersen markvörður HK gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna sem Fred tók. Staðan því markalaus í hálfleik. Liðin mættu í fínum gír út í seinni hálfleikinn en eftir u.þ.b. 10 mínútna leik þá datt ákefðin niður aftur og úr varð tíðindalítill seinni hálfleikur einnig. Þangað til á 85. mínútu. Þá náðu HK góðri fyrirgjöf inn í miðjan vítateig Fram og þar reis hæst áðurnefndur Þorsteinn Aron og sneiddi boltann snyrtilega í fjærhornið með höfðinu. Allt náttúrlega trylltist í stúkunni af gleði og Fram reyndi eins og þeir gátu að ná að jafna. Allt kom fyrir ekki og þær fínu stöður sem sköpuðust fóru út um þúfur fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum. Því fór leikurinn 1-0 fyrir HK sem lyfti sér upp í 10. sæti og Fram þarf að bíta í það súra epli að vera í neðri helming deildarinnar eftir skiptingu. Atvik leiksins Vítaspyrnan sem Christoffer Petersen varði í fyrri hálfleik var í raun og veru grunnurinn að því að HK náði að vinna í dag. Það er hugsanlegt að Fram hefði þétt raðir sínar enn meira í seinni hálfleik ef liðið hefði komist yfir og þá er ekki víst að HK hefði nokkuð náð að skora. Stjörnur og skúrkar Christoffer Petersen er að sjálfsögðu stjarna sem og Þorsteinn Aron sem skoraði sigurmarkið. Hann var nálægt því að vera skúrkurinn eftir að hafa fengið dæmt á sig víti en sneri taflinu við með markinu sínu og annars góðri frammistöðu í vörninni. Fred er fulltrúi Fram í skúrka horninu en allt liðið þarf að líta í eigin barm því þeir hefðu sannarlega getað náð í sigurinn í dag. Umgjörð og stemmning Kórinn var hlýr í dag og laus við vind og stemmningin fín en vel var mætt á leikinn og vel látið í sér heyra. Dómarinn Það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu Gunnars Freys Róbertssonar og teymisins í dag. Hann greinilega sá það manna best ef boltinn fór í hendina á Þorsteini og því vel hægt að gefa honum sjö í einkunn. Ómar: Stigin eru það sæt og mikilvæg að við verðum bara að spá í því í fyrramálið „Jú, það er alltaf sætt að vinna. Þetta var ógeðslega erfitt og þegar þetta er svona erfitt þá gerir það þetta sætarara“, sagði sigurreifur þjálfari HK Ómar Ingi Guðmundsson eftir leik í dag. Fyrir viðtal sagði hann að hann hefði þurft að fara inn í klefa fyrst því svona sigrar gerast ekki of oft hjá HK. Því var sýndur skilningu. Ómar talaði um það fyrir leik að hann þyrfti að sjá ákefð hjá sínum mönnum og var hann spurður að því hvort hann hafi fengið að sjá hana. „Hún var meiri í síðari hálfleik. Ég hefði viljað sjá meira. Akkúrat núna þá komu ekki nógu margir kaflar þar sem við létum okkur líða vel. Við hefðum getað gert betur í mörgum þáttum en á þessum tímapunkti þá eru þrjú stigin það sæt og mikilvæg að við verðum bara að spá í því í fyrramálið.“ HK fékk á sig vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Mögulega var það ekki réttur dómur en þá er gott að vera með góðan markvörð í rammanum. „Það er ekki séns fyrir mig að sjá hvort þetta hafi verið rétt. Heldur betur dýrmætt. Chris hefur verið mjög öflugur fyrir okkur frá því að hann kom, hann er mikill karakter og mikill leiðtogi og krefst mikils af samherjum sínum. Ég er mjög þakklátur honum fyrir að hafa stigið upp á þessu augnabliki. Hann og Sandor fóru yfir það rétt áður en þeir fóru inn í klefa vítaskyttur Fram þannig að við verðum að hrósa Sandor líka.“ Hvað gefur þetta HK? „Það er rosa erfitt að segja. Akkúrat núna gefur þetta okkur rosa mikla gleði og létti en þú veist það samt ekki fyrr en í næsta leik er komið og hvernig við tæklum við síðustu leiki tímabilsins. Vonandi gefur þetta mönnum meiri trú á verkefnið og haldi mönnum á tánum og ýti við því að menn vilji gera vel. Það er dálítið langt þangað til það kemur í ljós nú er hlé á deildinni. Mér finnst það koma best í ljós í næsta leik á eftir hvað þetta gefu mönnum.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti