Valdi KR fram yfir fjögur önnur lið: „Ég er bara þakklátur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2024 10:53 Guðmundur Andri er mættur heim. Mynd/KR Hart var barist um starfskrafta Guðmundar Andra Tryggvasonar í sumar sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýtt félag sitt KR í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hann fagnar því að vera kominn heim í uppeldisfélagið. Guðmundur Andri skipti til KR í sumarglugganum frá Val fyrr í þessum mánuði. Samningur hans var að renna út eftir tímabilið en KR komst að samkomulagi um að kaupa hann strax í sumar. „Ég hitti aðeins Óskar í sumar og nokkur önnur lið. Mér leist bara vel á KR og auðvitað spilaði inn í að koma heim í uppeldisklúbbinn,“ segir Guðmundur Andri sem fékk tilboð víða af. „Það voru alveg nokkur lið. Valur og KR. Svo er ég búinn að heyra af tilboðum frá Breiðabliki, FH og Víkingi. Ég er bara þakklátur að svona mörg lið séu á eftir manni.“ Guðmundur Andri ætlaði að klára leiktíðina með Val og skoða sín mál þegar leiktíðinni lýkur í haust. Hann er þó sáttur við þessa niðurstöðu. „Ég var búinn að segja við þá í Val að mig langaði til að klára tímabilið með þeim og hugsa mig umeftir tímabil. Svo gerist þetta sem er bara flott,“ segir Guðmundur Andri. Hvað breyttist þá? „Það sem breytist er líklega að þeir vildu fá einhvern pening fyrir mig.“ Aðspurður um hvað heilli við verkefnið vestur í bæ segist hann hlakka til að vinna með Óskari Hrafni Þorvaldssyni og ekki skemmir að æskufélagar hans Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson komu einnig heim í KR í sumar. „Það er náttúrulega bara fyrst og fremst uppeldisfélagið. Óskar kominn inn og svo að félagar manns eru líka að koma aftur heim. Það heillaði að fá að spila með þeim í meistaraflokki, auðvitað,“ segir Guðmundur Andri. KR mætir ÍA klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Nóg er um að vera í Bestu deild karla á Stöð 2 Sport í dag þar sem heil umferð fer fram. Að neðan má sjá leikina sex sem eru á dagskrá. 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 Sport 5) 16:15 KA - Breiðablik (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) 17:00 KR - ÍA (Stöð 2 Besta deildin 2) 19:15 Víkingur - Valur (Stöð 2 Sport) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Sport 5) KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Guðmundur Andri skipti til KR í sumarglugganum frá Val fyrr í þessum mánuði. Samningur hans var að renna út eftir tímabilið en KR komst að samkomulagi um að kaupa hann strax í sumar. „Ég hitti aðeins Óskar í sumar og nokkur önnur lið. Mér leist bara vel á KR og auðvitað spilaði inn í að koma heim í uppeldisklúbbinn,“ segir Guðmundur Andri sem fékk tilboð víða af. „Það voru alveg nokkur lið. Valur og KR. Svo er ég búinn að heyra af tilboðum frá Breiðabliki, FH og Víkingi. Ég er bara þakklátur að svona mörg lið séu á eftir manni.“ Guðmundur Andri ætlaði að klára leiktíðina með Val og skoða sín mál þegar leiktíðinni lýkur í haust. Hann er þó sáttur við þessa niðurstöðu. „Ég var búinn að segja við þá í Val að mig langaði til að klára tímabilið með þeim og hugsa mig umeftir tímabil. Svo gerist þetta sem er bara flott,“ segir Guðmundur Andri. Hvað breyttist þá? „Það sem breytist er líklega að þeir vildu fá einhvern pening fyrir mig.“ Aðspurður um hvað heilli við verkefnið vestur í bæ segist hann hlakka til að vinna með Óskari Hrafni Þorvaldssyni og ekki skemmir að æskufélagar hans Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson komu einnig heim í KR í sumar. „Það er náttúrulega bara fyrst og fremst uppeldisfélagið. Óskar kominn inn og svo að félagar manns eru líka að koma aftur heim. Það heillaði að fá að spila með þeim í meistaraflokki, auðvitað,“ segir Guðmundur Andri. KR mætir ÍA klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Nóg er um að vera í Bestu deild karla á Stöð 2 Sport í dag þar sem heil umferð fer fram. Að neðan má sjá leikina sex sem eru á dagskrá. 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 Sport 5) 16:15 KA - Breiðablik (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) 17:00 KR - ÍA (Stöð 2 Besta deildin 2) 19:15 Víkingur - Valur (Stöð 2 Sport) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Sport 5)
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira