56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:10 Víkingar spila leiki fram að jólum en þurfa ekki að ferðast neitt á meðan þeir klára Bestu deildina. Vísir/Diego Á föstudaginn kom í ljós hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara Víkings í Sambandsdeildinni í vetur og nú er jafnframt komið í ljós hvenær Víkingar spila þessa sex leiki sína. Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira