Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 15:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, sem er ánægð með þann kraft, sem er nú í sveitarfélaginu enda byggt og byggt og atvinnuástand er þar með allra besta móti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”. Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”.
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira