Íslensk samvinna tryggði Kristianstad sigur í Íslendingaslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 12:54 Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir hafa skorað saman fjórtán mörk og gefið saman sex stoðsendingar í sænsku deildinni á leiktíðinni. @kristianstadsdff Íslenskir leikmenn voru heldur betur á skotskónum í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Kristianstad vann þá 3-1 sigur á Örebro í Íslendingaslag en alls tóku fimm íslenskir leikmenn þátt í leiknum og öll fjögur mörkin í leiknum voru íslensk. Kristianstad getur þakkað góðri íslenskri samvinnu fyrir að öll þrjú stigin komu í hús. Hlín Eiríksdóttir kom liðinu í 1-0 á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Kötlu Tryggvadóttur. Katla María Þórðardóttir kom inn á sem varamaður hjá Örebro á 56. mínútu og ellefu mínútum síðar hafði hún jafnað metin. Það tók Kristianstad þó aðeins sex mínútur að komast yfir og aftur var það íslensk samvinna sem bjó til markið. Katla skoraði þá á 73. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Hlín. Landsliðskonurnar lögðu því upp mark fyrir hvora aðra í dag. Hlín var ekki hætt og innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum en það kom í uppbótatíma. Hlín er komin með átta deildarmörk og fjórar stoðsendingar en Katla er með sex mörk og tvær stoðsendingar í sænsku deildinni. Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Kristianstad og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir byrjaði hjá Örebro. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar en Örebro er í tólfta sæti sem er fallsæti. Sænski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Sjá meira
Kristianstad vann þá 3-1 sigur á Örebro í Íslendingaslag en alls tóku fimm íslenskir leikmenn þátt í leiknum og öll fjögur mörkin í leiknum voru íslensk. Kristianstad getur þakkað góðri íslenskri samvinnu fyrir að öll þrjú stigin komu í hús. Hlín Eiríksdóttir kom liðinu í 1-0 á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Kötlu Tryggvadóttur. Katla María Þórðardóttir kom inn á sem varamaður hjá Örebro á 56. mínútu og ellefu mínútum síðar hafði hún jafnað metin. Það tók Kristianstad þó aðeins sex mínútur að komast yfir og aftur var það íslensk samvinna sem bjó til markið. Katla skoraði þá á 73. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Hlín. Landsliðskonurnar lögðu því upp mark fyrir hvora aðra í dag. Hlín var ekki hætt og innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum en það kom í uppbótatíma. Hlín er komin með átta deildarmörk og fjórar stoðsendingar en Katla er með sex mörk og tvær stoðsendingar í sænsku deildinni. Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Kristianstad og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir byrjaði hjá Örebro. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar en Örebro er í tólfta sæti sem er fallsæti.
Sænski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Sjá meira