Mikill viðbúnaður í túninu heima Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 14:38 Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina. mos.is Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt. Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira