„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 17:06 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum. „Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
„Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira