Fyrsti kosningasigur öfgahægriflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 21:38 Björn Höcke, oddviti AfD í Þýringalandi, hlaut nýlega dóm fyrir að nota vísvitandi nasistaslagorð. Hann hefur áfrýjað dómnum. AP/Michael Kappeler/DPA Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) vann sínar fyrstu sambandslandskosningar í dag. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að flokkurinn komist í stjórn er þetta fyrsti sigur hægriöfgaflokks í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59