„Fannst við aldrei bogna“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:09 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í leiknum. Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út leikbann. Víkingur vann ótrúlegan endurkomusigur 3-2 gegn Val eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Vísir ræddi við Sölva stuttu eftir að dómarinn flautaði leikinn af og var hálforðlaus. „Þvílík frammistaða hjá okkur Víkingum. Byrjuðum að fullum krafti en fengum rauða spjaldið tiltölulega snemma í leiknum en hvernig leikmenn brugðust við, ég á ekki til orð yfir það. Krafturinn sem við höfðum, við fengum tvö mörk á okkur með litlu millibili en mér fannst við aldrei bogna eftir þetta. Við héldum áfram að halda boltanum, vera yfirvegaðir og ef eitthvað var fannst mér við bara vera betri í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera manni færri.“ .“ sagði Sölvi um frammistöðu sinna manna og bætti við: „Töluðum um það í hálfleik að við skildum hafa trú á verkefninu. Það er ekkert auðvelt að selja mönnum það einum manni færri og tveimur mörkum undir að við getum komið til baka. Strákarnir höfðu svo sannarlega trú á verkefninu og þú fannst það svo eftir fyrri hálfleik að við vorum með þá. Það hjálpar svo til að þeir missa mann útaf og við skorum snemma. Þá gengum við á lagið og gengum frá þessum leik“ Eins og áður sagði var holan sem Víkingur gróf sér í fyrri hálfleik djúp en Sölvi hrósaði sínum mönnum á hástert fyrir andann og viljann. „Karakterinn og viljinn til að vinna leiki er ótrúlegur. Ég hef aldrei séð þetta áður. Ég hef á mínum ferli sjálfur sem fótboltamaður hef ég aldrei séð svona mikinn karakter. Það er alltaf trú á verkefninu.“ Framundan er landsleikjahlé og spilar Víkingur ekki aftur fyrr en eftir 13 daga. Sölvi tók undir að þessi leikur gæfi liðinu mikið fyrir lokasprettinn. „Þetta kennir okkur að leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar í flautuna. Við förum inní landsleikjahléið með gott bragð í munninum.“ sagði Sölvi og bætti við: „Ég vill líka benda á stuðninginn okkar í stúkunni í kvöld. Hann var geggjaður. Þetta gefur okkur svo mikið að hafa þetta fólk á bakvið okkur. Við finnum það þegar við erum að skora fyrsta markið. Þá kviknar í stúkunni og við fáum orku með þessu. Það gefur okkur extra 10-15 prósent til aðkeyra þetta í gegn. Þetta er Víkingsliðsheild sem skóp þetta.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira