Ég neita að pissa standandi Inga Sæland skrifar 2. september 2024 07:00 Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun