Börnin höfðu ekki trú á Gauff en voru rekin í burtu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 08:01 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Coco Gauff sem nær ekki að verja titil sinn á US Open. Getty/Luke Hales Bandaríska tenniskonan Coco Gauff nær ekki að verja risatitil sinn á US Open í ár því hún féll í gær úr keppni eftir tap gegn löndu sinni, Emmu Navarro. Ungir krakkar settu svip sinn á lokakafla leiksins. Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“ Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira