Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum Hjörvar Ólafsson skrifar 2. september 2024 19:48 Fylkiskonur eru að berjast fyrir lífi sínu. vísir/HAG Fylki nældi sér í ansi mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr Bestu deild kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Stjörnunni í leik liðanna í fyrstu umferð í umspili liðanna í neðri hluta deildarinnar. Það var Jessica Ayers sem kom Stjörnunni yfir með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti þá fyrirgjöf og Ayers kláraði færið í annarri atrennnu með skoti af stuttu færi. Eftir að hafa verið fremur passívar í leik sínum í fyrri hálfleik létu Fylkiskonur sverfa til stáls í þeim seinni. Eva Rut Ásþórsdóttir jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks með skoti af löngu færi. Erin Mcleod vildi fá dæmda aukaspyrnu í því marki en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast og lét markið standa. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, setti Mariju Radojicic inná í framlínu Fylkis í hálfleik og hún hressti svo sannarlega upp á sóknarleik Fylkis. Marija skoraði sigurmark Fylkis eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tinnu Harðardóttur. Það má því með sanni segja að varamenn Fylkis hafi skipt sköpum í þessum leik. Tinna hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og stimplaði sig í mótið á nýjan leik með öflugri innkomun í þennan leik. Leikmenn Stjörnunnar þjörmuðu að gestunum það sem eftir lifði leik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Fylkir hélt út og landaði gríðarlega dýrmætum sigri. Fylkiskonur hafa nú 13 stig í næstneðsta deildarinnar en Keflavík er í neðsta sæti með 10 stig og Tindastóll í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 16 stig. Fylkir á eftir að mæta Tindastóli og Keflavík en Fylkisliðið sækir Tindastól heim á Sauðárkrók á laugardaginn næsta og fær síðan Keflavík í heimsókn í lokaumferð deildarinnar laugardaginn 14. september. Stjarnan siglir hins vegar lygnan sjó með sín 21 stig en liðið mun mæta Keflavík suður með sjó á laugardaginn og svo Tindastóli á Samsung-vellinum í Garðabæ í síðasta leik sínum á tímabilinu laugardaginn þar á eftir. Jóhannes Karl var þokkalega sáttur þrátt fyrir tapið. Vísir/Anton Brink Jóhannes Karl: Vantaði að skapa okkur fleiri afgerandi færi „Það er alltaf svekkjandi að tapa en við tökum þó ýmislegt jákvætt út úr þessum leik. Mér fannst við leysa pressuna þeirra vel og koma okkur í fínar stöður. Það vantaði hins vegar upp á gæðin á síðasta þriðjungi vallarins til þess að skapa fleiri afgerandi færi,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við getum líka glaðst yfir frammistöðu Sóleyjar Eddu og Fanneyjar Lísu sem eru að fá mikilvægar mínútur í þessum leik. Þetta eru ungir leikmenn með bjarta framtíð fram undan og það var ánægjulegt að sjá þær leysa verkefnið jafn vel og þær gerðu,“ sagði Jóhannes Karl en Sóley Edda sem er fædd árið 2008 spilaði vel í vinstri bakvarðarstöðunni og Fanney Lísa, sem er fædd árið 2009, var skeinuhægtt á vængnum. „Ég held að leikmenn fari út af hérna með óbragð í munni og ætli sér að klára keppnistímabilið með sóma með tveimur sigrum í síðustu leikjum okkar í sumar,“ sagði hann um framhaldið. Gunnar Magnús: Leikmenn lögðu hjarta og sál í verkefnið „Þetta var ofboðslega kærkominn og mikilvægur sigur og ég er feykilega stoltur af leikmönnum liðsins. Þær lögðu hjarta og sál í verkefnið og spiluðu þess utan bara vel í þessum leik. Við lentum undir í leik sem skiptir öllu máli og mörg lið sem eru í okkar stöðu hefðu brotnað við það. Það var hins vegar ekki upp á teningnum, þær sýndu karakter og komu til baka sem er bara frábært. Þetta var bara enn einn bíkarúrslitaleikurinn hjá okkur sem við þurfum að vinna og við gerðum það sem styrkir stöðu okkar fyrir framhaldið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Tinna Rut, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og við höfum saknað mikið, kemur inná af krafti og Marija sem hefur verið að koma sterk inn af bekknum í sumar skilar sínu svo um munaði. Það var gaman að sjá innkomu þeirra,“ sagði hann enn fremur. „Nú eru bara tvær bikarúrslitaleikir eftir sem við ætlum okkur að vinna. Við þekkjum þessa stöðu mæta vel. Við vorum í svipaðri stöðu í Lengjudeildinni í fyrra þegar við þurftum að vinna síðustu leikina til þess að komast upp. Það tókst þá og við ætlum okkur að halda sætinu í deildinni núna með sigrum í næstu leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Atvik leiksins Það var ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Eva Rut jafnaði leikinn í 1-1 með skoti sínu af löngu færi. Erin heimtaði aukaspyrnu en Hreinn var ekki á sama máli og dæmdi markið gott og gilt. Að mínu mati gerði dómari leiksins rétt í þessu atviki. Stjörnur og skúrkar Marija átti sterka innkomu af varamannabekknum hjá Fylki og það sama má segja um Tinnu. Eva Rut var eins og klettur í vörn Fylkis auk þess að skora annað marka gestanna. Tinna Brá Magnúsdóttir var örugg í sínum aðgerðum í marki Fylkisliðsins. Þá var Abigail Patricia Boyan iðin við að skapa færi fyrir sjálfa sig og samherja sína. Sóley Edda var öflug í vinstri bakverðnum hjá Stjörnunni, Úlfa Dís lagði upp mark og var síógnandi á kantinum. Þá var Gyða Kristín Gunnarsdóttir góð inni á miðsvæðinu. Dómarar leiksins Hreinn Magnúsonn og teymi hans áttu fínan leik og fá átta í einkunn fyrir frammistöðu. Hreinn er ungur dómari sem hafði góð tök á þessum leik. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt á þennan leik og stuðningmenn gestanna úr Árbænum eiga hrós skilið fyrir að styðja sína leikmenn dyggilega og aðstoða við að sigla mikilvægum þremur stigum í höfn. Besta deild kvenna Stjarnan Fylkir
Fylki nældi sér í ansi mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr Bestu deild kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Stjörnunni í leik liðanna í fyrstu umferð í umspili liðanna í neðri hluta deildarinnar. Það var Jessica Ayers sem kom Stjörnunni yfir með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti þá fyrirgjöf og Ayers kláraði færið í annarri atrennnu með skoti af stuttu færi. Eftir að hafa verið fremur passívar í leik sínum í fyrri hálfleik létu Fylkiskonur sverfa til stáls í þeim seinni. Eva Rut Ásþórsdóttir jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks með skoti af löngu færi. Erin Mcleod vildi fá dæmda aukaspyrnu í því marki en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast og lét markið standa. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, setti Mariju Radojicic inná í framlínu Fylkis í hálfleik og hún hressti svo sannarlega upp á sóknarleik Fylkis. Marija skoraði sigurmark Fylkis eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tinnu Harðardóttur. Það má því með sanni segja að varamenn Fylkis hafi skipt sköpum í þessum leik. Tinna hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og stimplaði sig í mótið á nýjan leik með öflugri innkomun í þennan leik. Leikmenn Stjörnunnar þjörmuðu að gestunum það sem eftir lifði leik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Fylkir hélt út og landaði gríðarlega dýrmætum sigri. Fylkiskonur hafa nú 13 stig í næstneðsta deildarinnar en Keflavík er í neðsta sæti með 10 stig og Tindastóll í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 16 stig. Fylkir á eftir að mæta Tindastóli og Keflavík en Fylkisliðið sækir Tindastól heim á Sauðárkrók á laugardaginn næsta og fær síðan Keflavík í heimsókn í lokaumferð deildarinnar laugardaginn 14. september. Stjarnan siglir hins vegar lygnan sjó með sín 21 stig en liðið mun mæta Keflavík suður með sjó á laugardaginn og svo Tindastóli á Samsung-vellinum í Garðabæ í síðasta leik sínum á tímabilinu laugardaginn þar á eftir. Jóhannes Karl var þokkalega sáttur þrátt fyrir tapið. Vísir/Anton Brink Jóhannes Karl: Vantaði að skapa okkur fleiri afgerandi færi „Það er alltaf svekkjandi að tapa en við tökum þó ýmislegt jákvætt út úr þessum leik. Mér fannst við leysa pressuna þeirra vel og koma okkur í fínar stöður. Það vantaði hins vegar upp á gæðin á síðasta þriðjungi vallarins til þess að skapa fleiri afgerandi færi,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við getum líka glaðst yfir frammistöðu Sóleyjar Eddu og Fanneyjar Lísu sem eru að fá mikilvægar mínútur í þessum leik. Þetta eru ungir leikmenn með bjarta framtíð fram undan og það var ánægjulegt að sjá þær leysa verkefnið jafn vel og þær gerðu,“ sagði Jóhannes Karl en Sóley Edda sem er fædd árið 2008 spilaði vel í vinstri bakvarðarstöðunni og Fanney Lísa, sem er fædd árið 2009, var skeinuhægtt á vængnum. „Ég held að leikmenn fari út af hérna með óbragð í munni og ætli sér að klára keppnistímabilið með sóma með tveimur sigrum í síðustu leikjum okkar í sumar,“ sagði hann um framhaldið. Gunnar Magnús: Leikmenn lögðu hjarta og sál í verkefnið „Þetta var ofboðslega kærkominn og mikilvægur sigur og ég er feykilega stoltur af leikmönnum liðsins. Þær lögðu hjarta og sál í verkefnið og spiluðu þess utan bara vel í þessum leik. Við lentum undir í leik sem skiptir öllu máli og mörg lið sem eru í okkar stöðu hefðu brotnað við það. Það var hins vegar ekki upp á teningnum, þær sýndu karakter og komu til baka sem er bara frábært. Þetta var bara enn einn bíkarúrslitaleikurinn hjá okkur sem við þurfum að vinna og við gerðum það sem styrkir stöðu okkar fyrir framhaldið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Tinna Rut, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og við höfum saknað mikið, kemur inná af krafti og Marija sem hefur verið að koma sterk inn af bekknum í sumar skilar sínu svo um munaði. Það var gaman að sjá innkomu þeirra,“ sagði hann enn fremur. „Nú eru bara tvær bikarúrslitaleikir eftir sem við ætlum okkur að vinna. Við þekkjum þessa stöðu mæta vel. Við vorum í svipaðri stöðu í Lengjudeildinni í fyrra þegar við þurftum að vinna síðustu leikina til þess að komast upp. Það tókst þá og við ætlum okkur að halda sætinu í deildinni núna með sigrum í næstu leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Atvik leiksins Það var ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Eva Rut jafnaði leikinn í 1-1 með skoti sínu af löngu færi. Erin heimtaði aukaspyrnu en Hreinn var ekki á sama máli og dæmdi markið gott og gilt. Að mínu mati gerði dómari leiksins rétt í þessu atviki. Stjörnur og skúrkar Marija átti sterka innkomu af varamannabekknum hjá Fylki og það sama má segja um Tinnu. Eva Rut var eins og klettur í vörn Fylkis auk þess að skora annað marka gestanna. Tinna Brá Magnúsdóttir var örugg í sínum aðgerðum í marki Fylkisliðsins. Þá var Abigail Patricia Boyan iðin við að skapa færi fyrir sjálfa sig og samherja sína. Sóley Edda var öflug í vinstri bakverðnum hjá Stjörnunni, Úlfa Dís lagði upp mark og var síógnandi á kantinum. Þá var Gyða Kristín Gunnarsdóttir góð inni á miðsvæðinu. Dómarar leiksins Hreinn Magnúsonn og teymi hans áttu fínan leik og fá átta í einkunn fyrir frammistöðu. Hreinn er ungur dómari sem hafði góð tök á þessum leik. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt á þennan leik og stuðningmenn gestanna úr Árbænum eiga hrós skilið fyrir að styðja sína leikmenn dyggilega og aðstoða við að sigla mikilvægum þremur stigum í höfn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti