Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2024 16:33 Concord var um átta ár í framleiðslu en einungis ellefu daga í sölu. Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst. Eftir einungis ellefu daga hefur sölu leiksins verið hætt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sony en þar segir Ryan Ellis, sem stýrði framleiðslu leiksins, að útgáfa Concord hafi ekki staðist væntingar. IGN segir frá því að talið sé að Sony hafi eingöngu selt um 25.000 eintök af Concord og að þegar mest var hafi einungis 697 spilað hann á sama tíma í gegnum leikjaveituna Steam. Concord, sem er net-skotleikur, var um átta ár í framleiðslu og hefur líklegast kostað Sony tugi, ef ekki hundruð milljónir dala. Leikjavísir Sony Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Eftir einungis ellefu daga hefur sölu leiksins verið hætt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sony en þar segir Ryan Ellis, sem stýrði framleiðslu leiksins, að útgáfa Concord hafi ekki staðist væntingar. IGN segir frá því að talið sé að Sony hafi eingöngu selt um 25.000 eintök af Concord og að þegar mest var hafi einungis 697 spilað hann á sama tíma í gegnum leikjaveituna Steam. Concord, sem er net-skotleikur, var um átta ár í framleiðslu og hefur líklegast kostað Sony tugi, ef ekki hundruð milljónir dala.
Leikjavísir Sony Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira