Missti eiginkonu og fót í slysi en bar upp bónorð á ný í París Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:06 Alessandro Ossola fann ástina á ný hjá Arianna Mandaradoni sem var himinlifandi með bónorðið í París. Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola bað kærustunnar sinnar strax eftir að hafa hlaupið 100 metra spretthlaup á Ólympíumóti fatlaðra í París, og hún sagði já. Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira