„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:34 Declan Rice á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Írland. Getty/Neal Simpson Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands. Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Sjá meira
Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Sjá meira