Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 og verðum í beinni útsendingu með skipuleggjendum Ljósanætur í Reykjanesbæ.
Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu í morgun. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki.
Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Við förum yfir niðurstöður nýrrar skýrslu OECD í fréttatímanum með kennara, sem þekkir íslenskukennslu útlendinga út og inn.
Þá verðum við í beinni útsendingu með formanni Landssambands Sjálfstæðiskvenna og berum undir hana umdeild ummæli Bolla í Sautján, sem vakið hafa hneykslan í dag. Og Heimir Már fer loks í stórskemmtilega heimsókn í sal Alþingis, þar sem farið hafa fram allsherjar stólaskipti.
Í sportpakkanum heyrum við í Gylfa Þór Sigurðssyni sem vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu - og stefnir mögulega út fyrir landssteinana í frekari atvinnumennsku.
Gustað hefur um Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara undanfarin missari. Hann fær Sindra Sindrason í heimsókn í Íslandi í dag.