Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira