Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 12:16 Fyrirhugað er að reisa 26 vildmyllur í Búrfellslundi sem gefi 120 megavött. Landsvirkjun segir mikla þörf á aukinni orku í samfélaginu og hefur verið með Búrfellslund í undirbúningi í rúman áratug. Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila. Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila.
Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55