Alex Morgan ófrísk og að hætta í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 18:03 Alex Morgan hefur ákveðið að segja þetta gott í fótboltanum og á bara eftir að spila einn kveðjuleik um komandi helgi. Getty/Brad Smith Bandaríska fótboltastjarnan Alex Morgan hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en þetta tilkynnti hún í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024 Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira