„Aldrei upplifað annan eins storm“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. september 2024 21:37 Húsbíllinn varð fyrir töluverðu tjóni. Aðsend „Nú þegar erum við búnir að keyra fram hjá tveimur húsbílum sem hafa farið út af veginum,“ segir Björn Steinbekk ljósmyndari sem er þessa stundina staddur norður á landi, nánar tiltekið á Möðrudalsöræfum þar sem gríðarlegt hvassviðri með tilheyrandi sandbyljum gerir ökumönnum erfitt um vik. Einhver fjöldi bíla og húsbíla hefur hafnað utan vegar í rokinu og þeirra á meðal þessi húsbíll sem sést liggja á hliðinni við vegkantinn í myndbandinu hér að neðan. Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á fólki. Slökkvilið Múlaþings sinnti einnig útkalli í kvöld á svipuðum slóðum þar sem bíll ferðamanna hafnaði á hliðinni utan vegar. Ferðamönnunum um borð tókst þó að komast úr bílnum af eigin rammleik og varð bíllinn ekki fyrir miklu tjóni. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði einnig ökumenn við akstursskilyrðum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna sandbylja og roks. Í færslu á samfélagsmiðlum greindi lögreglan frá því að malbik hefði fokið af veginum vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Vegagerðin merkti Biskupsháls einnig ófæran vegna lélegs skyggnis og hættu á að bílir verði fyrir skemmdum vegna sandfoks. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði var einnig kölluð út til að loka þjóðvegi 1 til norðurs vegna slyss norðan við Biskupsháls. Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. 5. september 2024 17:29 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Einhver fjöldi bíla og húsbíla hefur hafnað utan vegar í rokinu og þeirra á meðal þessi húsbíll sem sést liggja á hliðinni við vegkantinn í myndbandinu hér að neðan. Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á fólki. Slökkvilið Múlaþings sinnti einnig útkalli í kvöld á svipuðum slóðum þar sem bíll ferðamanna hafnaði á hliðinni utan vegar. Ferðamönnunum um borð tókst þó að komast úr bílnum af eigin rammleik og varð bíllinn ekki fyrir miklu tjóni. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði einnig ökumenn við akstursskilyrðum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna sandbylja og roks. Í færslu á samfélagsmiðlum greindi lögreglan frá því að malbik hefði fokið af veginum vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Vegagerðin merkti Biskupsháls einnig ófæran vegna lélegs skyggnis og hættu á að bílir verði fyrir skemmdum vegna sandfoks. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði var einnig kölluð út til að loka þjóðvegi 1 til norðurs vegna slyss norðan við Biskupsháls.
Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. 5. september 2024 17:29 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. 5. september 2024 17:29